Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2022 18:42 Hinn 42 ára Bassam al-Sheikh Hussein tók bankastarfsmenn í gíslingu til að geta tekið út sparifé af reikningi sínum. AP/Hussein Malla Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara. Líbanon Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara.
Líbanon Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira