Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 11:36 Kristján Þórður Snæbjarnarson tók í morgun við embætti forseta Alþýðusamband Íslands. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54