Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 09:09 Ezra Miller hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. AP/Evan Agostini Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir. Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir.
Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41