Hvað hefur biðin eftir nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá kostað samfélagið? Tómas Ellert Tómasson skrifar 9. ágúst 2022 07:30 Ný brú yfir Ölfusá við Selfoss var samkvæmt samgönguáætlun fyrri tíðar í bígerð árið 2014. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar í Árborg barðist hart gegn henni. Formaður bæjarráðs á þeim tíma var Eyþór Arnalds [1]. Síðar hélt uppi baráttunni [2] gegn henni Kjartan Björnsson þáverandi og núverandi forseti bæjarstjórnar. Af þeim sökum ákvað Ólöf Nordal [3] heitin og innviðaráðherra að seinka framkvæmdinni. Hvað hefur svo biðin kostað okkur í beinhörðum peningum? Þegar arðbærni samgöngumannvirkja er könnuð er litið til fjölmargra þátta sem innifaldir eru í hinum hefðbundnu arðsemisútreikningum ásamt þeim umhverfis- og félagslegum áhrifum sem mannvirkin munu hafa á samfélögin. Hér er eingöngu litið til þess þáttar í arðsemisútreikningum sem innifela styttingu aksturstíma, ökustundakostnaðar, en líkt og flestum er kunnugt sem leið eiga um Selfoss hvort sem er í austur- eða vesturátt að þá myndast oft umferðarteppur við Ölfusárbrú sem kosta vegfarendur aukatíma í akstri sem komist verður hjá með nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá. Notast er við aðferð sem kynnt var í áfangaskýrslunni „Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum [4]“ frá 2009 sem byggðar eru á niðurstöðum frá norsku vegagerðinni. Þær kostnaðartölur eru svo uppfærðar til dagsins í dag. Sá kostnaður sem forseti bæjarstjórnar Svf. Árborgar og þáverandi formaður bæjarráðs hafa kostað samfélagið er um 50 milljarðar króna. Og íbúar í Svf. Árborg kaus þetta sama fólk nú í maí til að stýra Svf. Árborg. Höfundur er byggingarverkfræðingur, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. p.s. ef þig langar að nálgast útreikningana hafðu þá samband í gegnum: tomasellert@gmail.com [1] https://www.ruv.is/frett/misraemi-vardandi-nyja-bru [2] https://www.visir.is/g/2015150139773/motmaelir-stadsetningu-nyrrar-bruar-yfir-olfusa [3] https://www.visir.is/k/vtv855f0120-27cc-41b8-854d-7805802e80eb?fbclid=IwAR3OgDnl1d9efhi1wPWDbiRHCZtOPVTFzk5kir7odVos0WZgADZdK9_xcsA [4] Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum; Áfangaskýrsla: Greining kostnaðarliða umferðar (km- og tímagjald); Dr. Stefán Einarsson og Dr. Haraldur Sigþórsson; 31.03.2009 - https://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Gr_kostn_umferd-Ardsemism_vegaframkv/$file/Gr_kostn_umfer%C3%B0-Ar%C3%B0semism%C3%B3del_vegaframkv.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Ný Ölfusárbrú Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá við Selfoss var samkvæmt samgönguáætlun fyrri tíðar í bígerð árið 2014. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar í Árborg barðist hart gegn henni. Formaður bæjarráðs á þeim tíma var Eyþór Arnalds [1]. Síðar hélt uppi baráttunni [2] gegn henni Kjartan Björnsson þáverandi og núverandi forseti bæjarstjórnar. Af þeim sökum ákvað Ólöf Nordal [3] heitin og innviðaráðherra að seinka framkvæmdinni. Hvað hefur svo biðin kostað okkur í beinhörðum peningum? Þegar arðbærni samgöngumannvirkja er könnuð er litið til fjölmargra þátta sem innifaldir eru í hinum hefðbundnu arðsemisútreikningum ásamt þeim umhverfis- og félagslegum áhrifum sem mannvirkin munu hafa á samfélögin. Hér er eingöngu litið til þess þáttar í arðsemisútreikningum sem innifela styttingu aksturstíma, ökustundakostnaðar, en líkt og flestum er kunnugt sem leið eiga um Selfoss hvort sem er í austur- eða vesturátt að þá myndast oft umferðarteppur við Ölfusárbrú sem kosta vegfarendur aukatíma í akstri sem komist verður hjá með nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá. Notast er við aðferð sem kynnt var í áfangaskýrslunni „Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum [4]“ frá 2009 sem byggðar eru á niðurstöðum frá norsku vegagerðinni. Þær kostnaðartölur eru svo uppfærðar til dagsins í dag. Sá kostnaður sem forseti bæjarstjórnar Svf. Árborgar og þáverandi formaður bæjarráðs hafa kostað samfélagið er um 50 milljarðar króna. Og íbúar í Svf. Árborg kaus þetta sama fólk nú í maí til að stýra Svf. Árborg. Höfundur er byggingarverkfræðingur, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. p.s. ef þig langar að nálgast útreikningana hafðu þá samband í gegnum: tomasellert@gmail.com [1] https://www.ruv.is/frett/misraemi-vardandi-nyja-bru [2] https://www.visir.is/g/2015150139773/motmaelir-stadsetningu-nyrrar-bruar-yfir-olfusa [3] https://www.visir.is/k/vtv855f0120-27cc-41b8-854d-7805802e80eb?fbclid=IwAR3OgDnl1d9efhi1wPWDbiRHCZtOPVTFzk5kir7odVos0WZgADZdK9_xcsA [4] Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum; Áfangaskýrsla: Greining kostnaðarliða umferðar (km- og tímagjald); Dr. Stefán Einarsson og Dr. Haraldur Sigþórsson; 31.03.2009 - https://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Gr_kostn_umferd-Ardsemism_vegaframkv/$file/Gr_kostn_umfer%C3%B0-Ar%C3%B0semism%C3%B3del_vegaframkv.pdf
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar