Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2022 23:45 Andrew Tate birtir iðulega myndir af sér á Instagram í einkaþotum og við dýra bíla. Skjáskot Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate. Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate.
Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira