Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2022 23:45 Andrew Tate birtir iðulega myndir af sér á Instagram í einkaþotum og við dýra bíla. Skjáskot Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate. Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate.
Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira