Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 23:56 Donald Trump heldur ræðu í Alaska fyrir stuðningsmenn Repúblíkana í júlí síðastliðnum. Getty Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, sem hefur fjallað mikið um Donald Trump og er að vinna að bók um forsetatíð forsetans fyrrverandi, birti brot úr yfirlýsingu Trump á Twitter. Heimili Trump í Mar-a-Lago í Flórída er ansi glæsilegt.Getty Miðað við lýsingar Trump virðast aðgerðir Alríkislögreglunnar á heimili Trump hafa falið í sér húsleit en það er ekki enn ljóst hvers vegna ráðist var í hana enda ýmislegt sem kemur til greina. Hugsanlega tengjast aðgerðirnar því að Trump tók fjölda leynilegra skjala með sér til Flórída eftir að forsetatíð hans lauk. Trump sjálfur hefur hins vegar þvertekið fyrir þær ásakanir. Einnig gæti húsleitin tengst rannsókn Alríkislögreglunnar á síðustu forsetakosningum Bandaríkjanna. Fyrr í sumar framkvæmdu Alríkislögregluþjónar fjölda húsleita heima hjá stuðningsmönnum Trump í tengslum við tilraunir þeirra til að tefla fram fölskum kjörmönnum til að halda forsetanum fyrrverandi við völd í kosningunum í fyrra. Húsleitin sé vopnvæðing dómskerfisins og árás róttækra vinstrimanna Á skjáskoti sem Haberman birtir af yfirlýsingunni segir Trump að ekkert í líkingu við þetta hafi nokkru sinni komið fyrir forseta Bandaríkjanna. Þá hafi „þessi óvænta skyndiárás“ hvorki verið „nauðsynleg né viðeigandi“ eftir að hann hafði fúslega unnið með yfirvöldum. Trump segir að „árásin“ feli í sér misferli saksóknara, hún sé „vopnvæðing dómskerfisins“ og „árás róttækra vinstrisinnaðra Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig fram til forseta. Trump says MAL has been searched by feds pic.twitter.com/UEC5KE5pJm— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 8, 2022 Hann segir jafnframt að slík árás gæti aðeins átt sér stað í brotnum þriðja heims ríkjum sem Bandaríkin séu því miður orðin vegna spillingar. Hann segir að lögreglumennirnir hafi meira að segja brotist inn í peningaskáp hans. Þá veltir Trump því fyrir sér hver sé munurinn á þessari aðgerð Alríkislögreglunnar og aðgerða spæjara í Watergate-hneykslinu. Að lokum segir hann að þetta sé þáttur í áframhaldandi pólitískri ofsókn gegn sér sem hafi staðið yfir í mörg ár.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent