Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2022 10:00 Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli fyrir mótmæli í leiknum gegn KR í gær. vísir/pawel KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki. Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki.
Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00