Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Eiður Þór Árnason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. ágúst 2022 18:10 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan (til vinstri), við komuna til landsins í dag. Ap/Utanríkisráðuneyti Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57
Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43
„Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01