Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. ágúst 2022 14:30 Nicola Gratteri saksóknari Getty Images Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi. Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira