Djammið enn með Covid-einkenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 20:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vésteinn Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira