Guðni forseti lét foreldra heyra það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júlí 2022 14:02 Guðni Th. Jóhannesson hélt magnaða ræðu við setningu Unglingalandsmótsins á Selfossi þar sem hann kom víða við og lét foreldra, sem hagar sér ósæmilega á hliðarlínunni þegar íþróttir eru annars vegar heyra það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands vakti athygli á ósæmilegri hegðun foreldra, sem koma ekki nógu vel fram á hliðarlínunni þegar börn þeirra eru að keppa í íþróttum, þegar hann flutti ávarp við setningu Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands á Selfossi í gærkvöldi. Nokkur þúsund manns eru komin á Selfoss til að vera á unglingalandsmótinu en um 1200 krakkar á aldrinum 11 til 18 ára eru skráð í fjölmargar keppnisgreinar mótsins. Veður hefur verið stillt og gott. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flutti hátíðarræðu við setningu mótsins í gærkvöldi og kom þar víða við. „Hreyfing og keppni eru gulls í gildi en öllu má ofgera. Það bætir svo sannarlega ekki líkama og sál ef manni finnst stöðugt að maður sé ekki í nógu góðu formi. Ekki nógu grannur og að maður fari ekki eins oft og öll hin í fjallgöngur, hjólatúra og þríþrautir, að ég tali ekki um að maður hafi ekki hlaupið Laugaveginn eins og annar hver vinur á Fésbók. Öflug lýðheilsa snýst ekki um þetta, eilífan samanburð, eilíf álag og eilífa keppni við sjálfan sig og aðra,“ sagði Guðni. Fjöldi fólks tók þátt í setningarathöfninni í gærkvöldi á Selfossi í fallegu veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsetinn vakti líka athygli á ósæmilegri hegðun einstakra foreldra þegar íþróttir eru annars vegar og tók dæmi þess efnis. „Ég hef séð föður hrópa að dreng sínum að hlaupa upp kantinn, gefa fyrir, „Nei, takt‘ hann á!“ og allt saman eflaust í blóra við leiðsögn þjálfara, þar til sá stutti tók boltann, dúndraði honum upp í stúku og hrópaði: „Ert þú að spila eða ég?“ Hér má sjá dagskrá Unglingalandsmótsins á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Nokkur þúsund manns eru komin á Selfoss til að vera á unglingalandsmótinu en um 1200 krakkar á aldrinum 11 til 18 ára eru skráð í fjölmargar keppnisgreinar mótsins. Veður hefur verið stillt og gott. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flutti hátíðarræðu við setningu mótsins í gærkvöldi og kom þar víða við. „Hreyfing og keppni eru gulls í gildi en öllu má ofgera. Það bætir svo sannarlega ekki líkama og sál ef manni finnst stöðugt að maður sé ekki í nógu góðu formi. Ekki nógu grannur og að maður fari ekki eins oft og öll hin í fjallgöngur, hjólatúra og þríþrautir, að ég tali ekki um að maður hafi ekki hlaupið Laugaveginn eins og annar hver vinur á Fésbók. Öflug lýðheilsa snýst ekki um þetta, eilífan samanburð, eilíf álag og eilífa keppni við sjálfan sig og aðra,“ sagði Guðni. Fjöldi fólks tók þátt í setningarathöfninni í gærkvöldi á Selfossi í fallegu veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsetinn vakti líka athygli á ósæmilegri hegðun einstakra foreldra þegar íþróttir eru annars vegar og tók dæmi þess efnis. „Ég hef séð föður hrópa að dreng sínum að hlaupa upp kantinn, gefa fyrir, „Nei, takt‘ hann á!“ og allt saman eflaust í blóra við leiðsögn þjálfara, þar til sá stutti tók boltann, dúndraði honum upp í stúku og hrópaði: „Ert þú að spila eða ég?“ Hér má sjá dagskrá Unglingalandsmótsins á Selfossi
Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira