Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Tómasson les.
Telma Tómasson les.

Verslunarmannahelgin er skollin á, sú fyrsta frá því kórónuveirufaraldrinum lauk. Tugir þúsunda Íslendinga eru á ferðinni um landið ásamt öðrum eins fjölda ferðamanna. Við tökum stöðuna á ýmsum mannfagnaði hér og þar og spáum í helgarveðrið.

Formaður Viðreisnar segir stjórnvöld hafa gert ýmis mistök sem ýtt hafi undir verðbólguna. Þau beri mikla ábyrgð ásamt aðilum vinnumarkaðarins í komandi samningum þar sem verja þurfi viðkvæmustu hópana án mikilla almennra launahækkana.

Forseti Úkraínu birtist óvænt á stutt erma bol á hafnarkantinum í Odessa í dag til að fylgjast með undirbúningi útflutnings á korni frá borginni í dag sem hann segir um það bil að hefjast.

Og við heilsum upp á tvo tíu ára drengi sem bjóða fimm til sjö ára krökkum upp á fótboltanámskeið á Seltjarnarnesi um helgina og vilja hjálpa þeim að láta drauma sína rætast. Kvöldfréttir á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Hægt er að hlusta á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×