Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2022 11:43 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“ Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“
Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira