Súrir Selfyssingar slúttuðu sólbaðsstofu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2022 10:51 Nágrannar gerðu miklar athugasemdir við starfsemina. Vísir/Vilhelm Húseiganda á Selfossi var óheimilt að reka sólbaðsstofu í fjölbýlishúsi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beðni eigandans um að fella úr gildi ákvörðun byggingafulltrúa Árborgar sem veitti ekki leyfi fyrir starfseminni. Eigandinn sótti um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í janúar árið 2020 vegna reksturs sólbaðsstofu en skipulagsfulltrúi lagðist gegn útgáfu starfsleyfis með vísan til þess að starfsemin samræmdist ekki skipulagi, samþykki meðeiganda lægi ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn væru ófullnægjandi. Fyrri hluta ársins 2021 bárust sveitarfélaginu athugasemdir við aðstæður í húsinu sem stendur við Tryggvagötu og fór byggingarfulltrúi í kjölfarið í eftirlitsferð á staðinn í apríl. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við notkun fasteignarinnar og sagði að grunur hafi vaknað um að rekin væri sólbaðsstofa á efri hæð fasteignarinnar og að nýtingin væri ekki í samræmi við skráða notkun. Var tekið fram að slík nýting mannvirkisins væri óheimil og var kærendum gert að láta af rekstrinum. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við byggingarleyfisskyldar framkvæmdir sem fram hefðu farið á lóðinni án þess að leyfi hefði verið fengið fyrir þeim. Kvörtuðu undan ónæði Fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál að fulltrúi eigandans sendi sveitarfélaginu svar þar sem fram kom að sólbaðsstofa í húsnæðinu væri hugsuð sem minni háttar atvinnustarfsemi. Notaður væri sérinngangur fyrir efri hæð til að komast inn á sólbaðsstofuna, en þar væru fjórir bekkir með mismunandi stillingum. Hugmyndin væri sú að tveir gestir gætu sótt stofuna í einu. Sólbaðsstofan væri skilin frá íbúðarhúsnæðinu og staðsett ofan á bílskúr, þar sem áður hefði verið geymsla. Þar væri öryggiskassi sem stjórni rafmagni, slökkvitæki og góð loftræsing. Þá fylgi sér baðherbergi fyrir viðskiptavini með klósetti, vaski og sturtu. Í desember 2021 óskaði eftir leyfi fyrir breytingum innanhúss á annarri hæð hússins vegna innréttingar á sólbaðsstofu fyrir ofan bílskúr sem nú er skráð sem geymsla. Fjórir bekkir áttu að vera á sólbaðsstofunni.Getty/Peter Dazeley Í athugasemdum sem settar voru fram í kjölfar grenndarkynningu kom meðal annars fram að ekki væri um atvinnuhúsnæði að ræða, bílastæði við húsið anni ekki rekstrinum, sólbaðsstofan væri nú þegar starfrækt í húsinu og af henni hefði hlotist mikið ónæði. Með vísan til athugasemdanna hafnaði skipulags- og bygginganefnd Árborgar umsókninni um breytingar innanhúss og breytta notkun hússins. Síðar kærði eigandinn ákvörðun byggingafulltrúa Árborgar til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Ekki með leyfi frá nágranna Fram kemur í ákvörðun nefndarinnar að umrætt húsnæði sé á íbúðasvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi Árborgar og í aðalskipulaginu sé ekki að finna heimild til að vera með minni háttar atvinnustarfsemi á svæðinu. Samræmist því umsótt leyfi um breytta notkun ekki landnotkun svæðisins. Þannig er ekki ekki heimilt að vera með atvinnustarfsemi í þeirri íbúðabyggð sem um ræðir, að mati Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Umrædd fasteign skiptist í tvo eignarhluta en samkvæmt lögum ber að fá samþykki allra eigenda hússins fyrir breytingu á hagnýtingu séreignar sem hafi í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa. Fram kemur í úrskurðinum að þar sem ekki liggi fyrir samþykki allra né meirihluta eiganda miðað við eignarhluta hafi byggingafulltrúafulltrúa Árborgar því verið rétt að hafna umsókn um breytingar á húsnæðinu og breytta notkun hússins. Hafnaði nefndin því kröfu kæranda um að ákvörðun byggingafulltrúa yrði felld í gildi. Árborg Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Eigandinn sótti um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í janúar árið 2020 vegna reksturs sólbaðsstofu en skipulagsfulltrúi lagðist gegn útgáfu starfsleyfis með vísan til þess að starfsemin samræmdist ekki skipulagi, samþykki meðeiganda lægi ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn væru ófullnægjandi. Fyrri hluta ársins 2021 bárust sveitarfélaginu athugasemdir við aðstæður í húsinu sem stendur við Tryggvagötu og fór byggingarfulltrúi í kjölfarið í eftirlitsferð á staðinn í apríl. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við notkun fasteignarinnar og sagði að grunur hafi vaknað um að rekin væri sólbaðsstofa á efri hæð fasteignarinnar og að nýtingin væri ekki í samræmi við skráða notkun. Var tekið fram að slík nýting mannvirkisins væri óheimil og var kærendum gert að láta af rekstrinum. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við byggingarleyfisskyldar framkvæmdir sem fram hefðu farið á lóðinni án þess að leyfi hefði verið fengið fyrir þeim. Kvörtuðu undan ónæði Fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál að fulltrúi eigandans sendi sveitarfélaginu svar þar sem fram kom að sólbaðsstofa í húsnæðinu væri hugsuð sem minni háttar atvinnustarfsemi. Notaður væri sérinngangur fyrir efri hæð til að komast inn á sólbaðsstofuna, en þar væru fjórir bekkir með mismunandi stillingum. Hugmyndin væri sú að tveir gestir gætu sótt stofuna í einu. Sólbaðsstofan væri skilin frá íbúðarhúsnæðinu og staðsett ofan á bílskúr, þar sem áður hefði verið geymsla. Þar væri öryggiskassi sem stjórni rafmagni, slökkvitæki og góð loftræsing. Þá fylgi sér baðherbergi fyrir viðskiptavini með klósetti, vaski og sturtu. Í desember 2021 óskaði eftir leyfi fyrir breytingum innanhúss á annarri hæð hússins vegna innréttingar á sólbaðsstofu fyrir ofan bílskúr sem nú er skráð sem geymsla. Fjórir bekkir áttu að vera á sólbaðsstofunni.Getty/Peter Dazeley Í athugasemdum sem settar voru fram í kjölfar grenndarkynningu kom meðal annars fram að ekki væri um atvinnuhúsnæði að ræða, bílastæði við húsið anni ekki rekstrinum, sólbaðsstofan væri nú þegar starfrækt í húsinu og af henni hefði hlotist mikið ónæði. Með vísan til athugasemdanna hafnaði skipulags- og bygginganefnd Árborgar umsókninni um breytingar innanhúss og breytta notkun hússins. Síðar kærði eigandinn ákvörðun byggingafulltrúa Árborgar til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Ekki með leyfi frá nágranna Fram kemur í ákvörðun nefndarinnar að umrætt húsnæði sé á íbúðasvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi Árborgar og í aðalskipulaginu sé ekki að finna heimild til að vera með minni háttar atvinnustarfsemi á svæðinu. Samræmist því umsótt leyfi um breytta notkun ekki landnotkun svæðisins. Þannig er ekki ekki heimilt að vera með atvinnustarfsemi í þeirri íbúðabyggð sem um ræðir, að mati Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Umrædd fasteign skiptist í tvo eignarhluta en samkvæmt lögum ber að fá samþykki allra eigenda hússins fyrir breytingu á hagnýtingu séreignar sem hafi í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa. Fram kemur í úrskurðinum að þar sem ekki liggi fyrir samþykki allra né meirihluta eiganda miðað við eignarhluta hafi byggingafulltrúafulltrúa Árborgar því verið rétt að hafna umsókn um breytingar á húsnæðinu og breytta notkun hússins. Hafnaði nefndin því kröfu kæranda um að ákvörðun byggingafulltrúa yrði felld í gildi.
Árborg Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira