Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 08:31 Meðal þess sem börnin gera á námskeiðinu er að tjá sig með myndlist. Hér má sjá hjarta sem samsett er úr þjóðfánum Úkraínu og Íslands. Vísir/Einar Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi. Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi.
Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira