Skorti alvöru aðgerðir frá ríkinu til að bæta nýliðun í grænmetisrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 11:25 Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar bændasamtakanna, segir ríkið þurfa að gera miklu betur til að bæta úr nýliðun í grænmetisrækt. Axel Sæland Formaður Sambands garðyrkjubænda segir lægra hlutfall íslensks grænmetis í verslunum skýrast af skorti á nýliðun. Hann segir of erfitt fyrir nýliða að komast að og að ríkið þurfi bæði að einfalda regluverk og setja meiri pening í nýliðunarsjóði. Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent