Karabatic varar leikmenn við þýsku úrvalsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 13:30 Nikola Karabatic mælir gegn því að leikmenn fari í þýsku úrvalsdeildina. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Nikola Karabatic, einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, segist ekki geta mælt með því við nokkurn leikmann að leika í sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildinni. Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira