Sonurinn, sem er þeirra fyrsta barn saman, kom í heiminn rétt eftir miðnætti þann 25. júlí. Hún tilkynnti hún um óléttuna í janúar á þessu ári.
Sonur GDRN og Árna Steins er kominn í heiminn

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt undir listamannsnafninu GDRN og sambýlismaður hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa tekið á móti syni sínum í þennan heim. „Hann er mættur og hann er fullkominn,“ segir í tilkynningu á Instagram miðlum þeirra.
Tengdar fréttir

GDRN er ófrísk af sínu fyrsta barni
Tónlistarkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt undir listamannsnafninu GDRN, á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, Árna Steini Steinþórssyni.

GDRN fékk dýrar sængurgjafir eftir allt saman
Mikla athygli vakti þegar tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, virtist fá dýrar sængurgjafir að gjöf frá RÚV á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar laugardaginn 5. mars.

Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag.