Stöngin inn á Selfossi um verslunarmannahelgina Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. júlí 2022 17:21 Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir. Glöggir sjá einnig að allur bragur Selfossbæjar hefur batnað til hins betra á undanförnum árum með tilkomu nýja/gamla miðbæjarins sem nú þegar hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og verður fullbyggður sá allra glæsilegasti á landinu. Allt að verða klárt fyrir Unglingalandsmótið.Aðsent Unglingalandsmótin í 30 ár Unglingalandsmótin hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt enda er hvergi betra fyrir fjölskylduna en að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgi. Það er einfaldlega staðreynd að það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mótinu. Á mótinu er keppt í fjölbreyttum greinum íþrótta fyrir 11–18 ára á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin þar sem okkar fremsta tónlistarfólk mun koma fram og skemmta. Þar fremsta í flokki má nefna Stuðlabandið frá Selfossi, heitasta band landsins nú um stundir auk þess sem að Bríet, frændurnir Jón Jónsson og Frikki Dór og Hr. Hnetusmjör munu koma fram auk margra annarra tónlistarsnillinga. Velkomin á Selfoss, ég hlakka til að sjá ykkur öll skora stöngin inn um helgina! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og Selfyssingur. Hægt er að nálgast dagskránna og skrá sig til þátttöku á heimasíðu mótsins hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir. Glöggir sjá einnig að allur bragur Selfossbæjar hefur batnað til hins betra á undanförnum árum með tilkomu nýja/gamla miðbæjarins sem nú þegar hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og verður fullbyggður sá allra glæsilegasti á landinu. Allt að verða klárt fyrir Unglingalandsmótið.Aðsent Unglingalandsmótin í 30 ár Unglingalandsmótin hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt enda er hvergi betra fyrir fjölskylduna en að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgi. Það er einfaldlega staðreynd að það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mótinu. Á mótinu er keppt í fjölbreyttum greinum íþrótta fyrir 11–18 ára á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin þar sem okkar fremsta tónlistarfólk mun koma fram og skemmta. Þar fremsta í flokki má nefna Stuðlabandið frá Selfossi, heitasta band landsins nú um stundir auk þess sem að Bríet, frændurnir Jón Jónsson og Frikki Dór og Hr. Hnetusmjör munu koma fram auk margra annarra tónlistarsnillinga. Velkomin á Selfoss, ég hlakka til að sjá ykkur öll skora stöngin inn um helgina! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og Selfyssingur. Hægt er að nálgast dagskránna og skrá sig til þátttöku á heimasíðu mótsins hér.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar