Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 18:01 Númi Sveinsson íbúi í Kaliforníu segir eldana afleiðingu áratugalangra mistaka stjórnvalda. Vísir Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. Meira en sex þúsund hafa þurft að flýja heimili sín nærri Yosemite þjóðgarðinum í Kaliforníu vegna skógarelda sem þar brenna. Eldarnir kviknuðu á föstudag suðvestur af þjóðgarðinum og í gær höfðu nærri 56 ferkílómetrar orðið eldinum að bráð. Neyðarástandi var lýst yfir í Mariposa héraði um helgina og ríflega 2000 slökkviliðsmenn barist við eldana. Númi Sveinsson er búsettur í Berkeley, rétt fyrir utan San Francisco, sem er í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá Yosemite þjóðgarðinum. Hann hefur því ekki orðið var við gróðureldana sjálfur. „Svæðið í kring um San Francisco er dálítið þekkt fyrir að vera með öðruvísi loftslag en restin af Kaliforníu. Það er dálítið kaldara hérna. Undanfarnar vikur er búið að vera mjög heitt í eiginlega öllum Bandaríkjunum nema hérna á San Francisco svæðinu. Þannig að ég hef ekki orðið var við þetta,“ segir Númi. „Ég held að fólk sé bara að horfa á þetta sem byrjunina á gróðureldatímabilinu, sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri, það var ekkert svoleiðis fyrir kannski tuttugu árum en nú er þetta orðið venjulegt, árlegt tímabil,“ segir Hann. Gróðureldar eðlilegir í Kaliforníu en ekki með þessu offorsi Hann hafi sjálfur ekki orðið var við eldana en fólk sé skelkað nú þegar gróðureldatímabilið er að hefjast. Sögulega séð hafi eldarnir í fyrra og árið 2020 verið þeir stærstu í sögu Kaliforníu en það land sem brann 2020 á Vesturströndinni jafngildir 40% af stærð Íslands. „Það boðar ekki gott að þessir fyrstu eldar sem við erum að sjá eru frekar sterkir og breiðast út hratt. Það vekur ekki góðar vonir,“ segir Númi. Ríflega 2000 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana frá því á föstudag.AP Photo/Noah Berge Hann bendir á að skógareldar í Kaliforníu séu ekki óeðlilegir og fyrir tíma Evrópumanna í Ameríku hafi frumbyggjar stuðlað að skógareldum svo lífríkið fengi hreinsun og gróður minnkaði. „Þetta er náttúrulegt fyrirbæri sem hefur átt sér stað í aldaraðir, bara ekki með þessu offorsi sem við erum að sjá núna. Þessi sequoia tré og önnur náttúra hér í vesturríkjunum er vön skógareldum og það eru meira að segja merki um það að áður en landnemar frá Evrópu komu hafi frumbyggjar verið að stuðla að og halda utan um skógarelda og þetta sé náttúrulegur prósess fyrir gróður til að minnka og hreinsa sig til,“ segir Númi. Eldtungur umlykja borðstofuhúsgögn á heimili í Mariposa sýslu.AP Photo/Noah Berger „Gömlu Red Wood trén og annar gróður þarf á skógareldum að halda en ekki með þessu magni og það er vandamálið. Sem er af völdum mannkynsins og vanvirðingu mannsins gagnvart náttúrunni. Þannig endum við á þessum stað.“ Stefna stjórnvalda komi niður á saklausu fólki Hann segir að sínu mati orsakir þessa ástands tvennar en báðar eigi sér rætur að rekja í stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum. „Fyrst er það auðvitað hlýnun jarðar sem er að auka þurrk og veldur því að það er heitara sem veldur því að það er auðveldara fyrir elda að kvikna og þeir eldar sem kvikna eiga mun auðveldara með að dreifa sér,“ segir Númi. Lögreglumenn berjast við eldana.AP/Ethan Swope Hins vegar sé það stefna stjórnvalda gagnvart skógareldum. „Fyrir fjörutíu árum var stefnan hérna á Vesturlöndum að um leið og kviknaði skógareldur að slökkva strax á honum, sem er ekki í réttu sögulegu samhengi við náttúruna hérna. Þegar maðurinn kemur inn og setur nýjar reglur, það veldur því að náttúran fer úr jafnvægi, sem er það sem við erum að sjá hérna að svæði sem hafa ekki fengið að brenna og ættu að hafa brunnið hægar og minna yfir mörg ár eru núna að brenna með offorsi og ótrúlega hratt. Það kemur niður á lífríkinu, náttúrunni og líka saklausu fólki sem hefur lítið með stefnu stjórnvalda að gera.“ Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Meira en sex þúsund hafa þurft að flýja heimili sín nærri Yosemite þjóðgarðinum í Kaliforníu vegna skógarelda sem þar brenna. Eldarnir kviknuðu á föstudag suðvestur af þjóðgarðinum og í gær höfðu nærri 56 ferkílómetrar orðið eldinum að bráð. Neyðarástandi var lýst yfir í Mariposa héraði um helgina og ríflega 2000 slökkviliðsmenn barist við eldana. Númi Sveinsson er búsettur í Berkeley, rétt fyrir utan San Francisco, sem er í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá Yosemite þjóðgarðinum. Hann hefur því ekki orðið var við gróðureldana sjálfur. „Svæðið í kring um San Francisco er dálítið þekkt fyrir að vera með öðruvísi loftslag en restin af Kaliforníu. Það er dálítið kaldara hérna. Undanfarnar vikur er búið að vera mjög heitt í eiginlega öllum Bandaríkjunum nema hérna á San Francisco svæðinu. Þannig að ég hef ekki orðið var við þetta,“ segir Númi. „Ég held að fólk sé bara að horfa á þetta sem byrjunina á gróðureldatímabilinu, sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri, það var ekkert svoleiðis fyrir kannski tuttugu árum en nú er þetta orðið venjulegt, árlegt tímabil,“ segir Hann. Gróðureldar eðlilegir í Kaliforníu en ekki með þessu offorsi Hann hafi sjálfur ekki orðið var við eldana en fólk sé skelkað nú þegar gróðureldatímabilið er að hefjast. Sögulega séð hafi eldarnir í fyrra og árið 2020 verið þeir stærstu í sögu Kaliforníu en það land sem brann 2020 á Vesturströndinni jafngildir 40% af stærð Íslands. „Það boðar ekki gott að þessir fyrstu eldar sem við erum að sjá eru frekar sterkir og breiðast út hratt. Það vekur ekki góðar vonir,“ segir Númi. Ríflega 2000 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana frá því á föstudag.AP Photo/Noah Berge Hann bendir á að skógareldar í Kaliforníu séu ekki óeðlilegir og fyrir tíma Evrópumanna í Ameríku hafi frumbyggjar stuðlað að skógareldum svo lífríkið fengi hreinsun og gróður minnkaði. „Þetta er náttúrulegt fyrirbæri sem hefur átt sér stað í aldaraðir, bara ekki með þessu offorsi sem við erum að sjá núna. Þessi sequoia tré og önnur náttúra hér í vesturríkjunum er vön skógareldum og það eru meira að segja merki um það að áður en landnemar frá Evrópu komu hafi frumbyggjar verið að stuðla að og halda utan um skógarelda og þetta sé náttúrulegur prósess fyrir gróður til að minnka og hreinsa sig til,“ segir Númi. Eldtungur umlykja borðstofuhúsgögn á heimili í Mariposa sýslu.AP Photo/Noah Berger „Gömlu Red Wood trén og annar gróður þarf á skógareldum að halda en ekki með þessu magni og það er vandamálið. Sem er af völdum mannkynsins og vanvirðingu mannsins gagnvart náttúrunni. Þannig endum við á þessum stað.“ Stefna stjórnvalda komi niður á saklausu fólki Hann segir að sínu mati orsakir þessa ástands tvennar en báðar eigi sér rætur að rekja í stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum. „Fyrst er það auðvitað hlýnun jarðar sem er að auka þurrk og veldur því að það er heitara sem veldur því að það er auðveldara fyrir elda að kvikna og þeir eldar sem kvikna eiga mun auðveldara með að dreifa sér,“ segir Númi. Lögreglumenn berjast við eldana.AP/Ethan Swope Hins vegar sé það stefna stjórnvalda gagnvart skógareldum. „Fyrir fjörutíu árum var stefnan hérna á Vesturlöndum að um leið og kviknaði skógareldur að slökkva strax á honum, sem er ekki í réttu sögulegu samhengi við náttúruna hérna. Þegar maðurinn kemur inn og setur nýjar reglur, það veldur því að náttúran fer úr jafnvægi, sem er það sem við erum að sjá hérna að svæði sem hafa ekki fengið að brenna og ættu að hafa brunnið hægar og minna yfir mörg ár eru núna að brenna með offorsi og ótrúlega hratt. Það kemur niður á lífríkinu, náttúrunni og líka saklausu fólki sem hefur lítið með stefnu stjórnvalda að gera.“
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29
Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39