„Ætla rétt að vona að rauða spjaldið hafi verið rétt ákvörðun“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2022 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur með að fá ekki þrjú stig gegn FH í kvöld Vísir/Vilhelm FH og Breiðablik skildu jöfn í 14. umferð Bestu-deildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með hvernig hans menn spiluðu manni færri í tæplega 85 mínútur. „Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira