„Þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 12:00 Oddný telur að orðspor Íslands velti ekki á því hvort kaup Ardian á Mílu nái fram að ganga. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga. Samkeppniseftirlitið verði að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag. Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag.
Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira