Fulltrúar ÍBV voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðjón Pétur Lýðsson en fyrir Leikni voru þeir Bjarki Aðalsteinsson og Hannes Þór Halldórsson.
Í þættinum svara liðin spurningum um eigið félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem búið er að strengja yfir mark. Óhætt er að segja að sýnd hafi verið frábær tilþrif í keppninni að þessu sinni.
Hér að neðan má sjá þáttinn.
Hlé er í Bestu deild kvenna vegna Evrópumótsins í Englandi en í Bestu deild karla mætast Leinir og ÍBV á sunnudaginn klukkan 14, í afar mikilvægum slag þar sem bæði lið eru í bullandi fallbaráttu.