„Markmiðið er að leyfa börnunum að vera börn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 13:47 Börnin hafa farið á hestbak, í Vatnaskóg og margt fleira á vegum samtakanna Flottafólk. Næst stendur til að halda skapandi sumarnámskeið. Aðsend Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn. „Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114 Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
„Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira