Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum förum við yfir ástandið í Evrópu vegna mikillar hitabylgju sem gengur yfir hluta meginlandsins og Bretlandseyjar. Þar varð mikil röskun á samgöngum og Luton flugvelli við Lundúni var lokað vegna hitaskemmda á flugbraut. Skógareldar loga víða um Portúgal, Spán og Frakkland og þar sem hundruð manna hafa látist vegna hitans og þúsundir hektara lands orðið eldi að bráð.

Við skoðum stöðuna á fyrirhugaðri sölu Símans á Mílu til franska fyrirtækisins Ardian, sem sættir sig ekki við kaupverðið vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins.

Þá er fiskeldi á Austfjörðum að jafna sig eftir veirusýkingu og farið er að setja fisk í nýjar sjókvíar. - Við komum einnig við á Árbæjarsafni þar sem fjöldi manna og hunda héldu upp á dag íslenska fjárhundsins sem nýtur vaxandi vinsælda.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×