Faðir Elon Musk eignaðist annað barn með stjúpdóttur sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 15:29 Musk staðfesti það í viðtali við Sun í vikunni að hann hefði eignast annað barn árið 2019 með stjúpdóttur sinni, hinni 35 ára Jönu Bezuidenhout. Cyrus McCrimmon/Getty Errol Musk, faðir Elon Musk, greindi frá því í vikunni að hann hefði eignast annað barn með Jönu Bezuidenhout, stjúpdóttur sinni. Stjúpfeðginin eignuðust soninn Elliot Rush árið 2017 og nú kom í ljós að þau eignuðust annað barn í leyni árið 2019. Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar. Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar.
Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira