Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Breiðablik 2-3 | Blikar tryggðu enn einn sigurinn á síðustu stundu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. júlí 2022 22:04 Toppliðið er í Keflavík. Vísir/Hulda Margrét Fyrir leikinn voru gestirnir úr Kópavoginum á toppi deildarinnar með 31 stig, þremur fleiri en Víkingur. Keflavík hafði átt fínu gengi að fagna í undanförnum leikjum og sátu í sjötta sæti með 17 stig. Keflavík vann báða leiki þessara liða á síðasta tímabili í Keflavík, einn í deild og einn í bikar. Leikurinn byrjaði fjörlega og greinilegt að gestirnir ætluðu ekki að verða sömu örlögum að bráð og á síðasta tímabili á HS Orku vellinum. Leifturhraði Davíðs Ingvarssonar og styrkur Ísaks Snæs á vinstri vængnum gerðu Sindra Þór í bakverðinum hjá Keflavík mjög erfitt fyrir. Breiðablik sótti án afláts fyrsta korter leiksins og Omar Sowe kom þeim yfir á 10. mínútu leiksins með fínu marki. Ísak Snær átti þá frábæran skalla innfyrir á Sowe sem skoraði af öryggi í fjærhornið. Keflvíkingar unnu sig inn í leikinn eftir þetta og náðu betri tökum á sóknarleik Breiðabliks. Það kom svo að því að heimamenn jöfnuðu. Það gerði Adam Árni Róbertsson eftir langt innkast frá Rúnar Þór. Boltinn skoppaði í teignum, yfir alla þar til Adam stökk hærra en Davíð Ingvarsson og kom boltanum í netið. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Keflavík mætti af krafti inn í síðari hálfleikinn og komust fljótlega yfir en þar var á ferðinni Patrik Johannesen á 48. mínútu. Mikkel Qvist átti þá klaufalega móttöku og Adam Árni einfaldlega hirti af honum boltann, geystist fram og lagði hann smekklega á Patrik sem skoraði af öryggi. Heimamenn komnir yfir og mikið líf í stúkunni. Eftir markið pressuðu gestirnir stíft og skiptu þeim Jasoni Daða og Viktori Karli inná til þess að freista þess að komast aftur inn í leikinn. Breiðablik gjörsamlega átti völlinn og Keflvíkingarnir voru komnir með allt sitt lið vel fyrir aftan miðju en það gekk þó erfiðlega að skora þangað til að upp steig fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson. Hann jafnaði leikinn á 81. mínútu með skoti fyrir utan teig. Hann hafði alltof mikinn tíma til þess að athafna sig og boltinn söng í netinu framhjá Sindra Kristni markverði Keflavíkur. Blikarnir héldu áfram að sækja án afláts og það bar árangur. Á 90. mínútu fékk Breiðablik vítaspyrnu. Brotið var á Ísaki Snæ innan teigs og var þar að verki Ernir Bjarnason. Snertingin ekki mikil og allt hreinlega trylltist á vellinum en Jóhanni Inga dómara varð ekki haggað. Höskuldur tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd fyrir Blikana sem halda sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Keflavík er sem fyrr í sjötta sætinu. Maður leiksins Markir tilkallaðir, Ísak Snær var illviðráðanlegur í sókninni og Gísli Eyjólfsson var mjög líflegur á miðjunni. Nafnbótina hlýtur þó fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson sem bæði skoraði jöfnunarmarkið og sigurmarkið ásamt því að vera eins og ávallt hlaupandi allan leikinn. Hvað næst? Keflavík fær norðanmenn í KA í heimsókn næstkomandi sunnudag klukkan 17:00, en KA vann ansi glæsilegan sigur á Leikni í dag. Breiðablik hins vegar mætir á Kaplakrikavöll, einnig á sunnudaginn en klukkan 19:15. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Breiðablik
Fyrir leikinn voru gestirnir úr Kópavoginum á toppi deildarinnar með 31 stig, þremur fleiri en Víkingur. Keflavík hafði átt fínu gengi að fagna í undanförnum leikjum og sátu í sjötta sæti með 17 stig. Keflavík vann báða leiki þessara liða á síðasta tímabili í Keflavík, einn í deild og einn í bikar. Leikurinn byrjaði fjörlega og greinilegt að gestirnir ætluðu ekki að verða sömu örlögum að bráð og á síðasta tímabili á HS Orku vellinum. Leifturhraði Davíðs Ingvarssonar og styrkur Ísaks Snæs á vinstri vængnum gerðu Sindra Þór í bakverðinum hjá Keflavík mjög erfitt fyrir. Breiðablik sótti án afláts fyrsta korter leiksins og Omar Sowe kom þeim yfir á 10. mínútu leiksins með fínu marki. Ísak Snær átti þá frábæran skalla innfyrir á Sowe sem skoraði af öryggi í fjærhornið. Keflvíkingar unnu sig inn í leikinn eftir þetta og náðu betri tökum á sóknarleik Breiðabliks. Það kom svo að því að heimamenn jöfnuðu. Það gerði Adam Árni Róbertsson eftir langt innkast frá Rúnar Þór. Boltinn skoppaði í teignum, yfir alla þar til Adam stökk hærra en Davíð Ingvarsson og kom boltanum í netið. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Keflavík mætti af krafti inn í síðari hálfleikinn og komust fljótlega yfir en þar var á ferðinni Patrik Johannesen á 48. mínútu. Mikkel Qvist átti þá klaufalega móttöku og Adam Árni einfaldlega hirti af honum boltann, geystist fram og lagði hann smekklega á Patrik sem skoraði af öryggi. Heimamenn komnir yfir og mikið líf í stúkunni. Eftir markið pressuðu gestirnir stíft og skiptu þeim Jasoni Daða og Viktori Karli inná til þess að freista þess að komast aftur inn í leikinn. Breiðablik gjörsamlega átti völlinn og Keflvíkingarnir voru komnir með allt sitt lið vel fyrir aftan miðju en það gekk þó erfiðlega að skora þangað til að upp steig fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson. Hann jafnaði leikinn á 81. mínútu með skoti fyrir utan teig. Hann hafði alltof mikinn tíma til þess að athafna sig og boltinn söng í netinu framhjá Sindra Kristni markverði Keflavíkur. Blikarnir héldu áfram að sækja án afláts og það bar árangur. Á 90. mínútu fékk Breiðablik vítaspyrnu. Brotið var á Ísaki Snæ innan teigs og var þar að verki Ernir Bjarnason. Snertingin ekki mikil og allt hreinlega trylltist á vellinum en Jóhanni Inga dómara varð ekki haggað. Höskuldur tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd fyrir Blikana sem halda sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Keflavík er sem fyrr í sjötta sætinu. Maður leiksins Markir tilkallaðir, Ísak Snær var illviðráðanlegur í sókninni og Gísli Eyjólfsson var mjög líflegur á miðjunni. Nafnbótina hlýtur þó fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson sem bæði skoraði jöfnunarmarkið og sigurmarkið ásamt því að vera eins og ávallt hlaupandi allan leikinn. Hvað næst? Keflavík fær norðanmenn í KA í heimsókn næstkomandi sunnudag klukkan 17:00, en KA vann ansi glæsilegan sigur á Leikni í dag. Breiðablik hins vegar mætir á Kaplakrikavöll, einnig á sunnudaginn en klukkan 19:15. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti