Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 12:49 Samkvæmt umdeildum lögum má drottningin, eða fulltrúar hennar, krefjast þess að fá afrit af frumvörpum áður en þau eru lögð fyrir þingið. Þetta hefur margoft verið nýtt. Getty/Jane Barlow Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira
Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira