Nærri því helmingur kjósenda flokksins segist vilja annan frambjóðanda og margir segjast sömuleiðis ekki ætla að kjósa hann, bjóði hann sig fram á nýjan leik.
Þetta kemur fram í nýrri könnun New York Times. Miðillinn sagði frá því í gær að sama könnun sýndi að meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti, bjóði sig fram til annars kjörtímabils.
Sjá einnig: Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram
Kjósendur Repúblikanaflokksins undir 35 ára aldri virðast sérstaklega mótfallnir Trump en 64 prósent þeirra sögðust ekki muna kjósa hann, ef hann bíður sig fram aftur. 64 prósent fólks með háskólamenntun sagði það sama.
Flestir sem voru andvígir Trump vísu til hegðunar hans þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem helstu ástæðu þess að þau vildu ekki kjósa hann.
Þó að hafi veikst eitthvað, heldur Trump þó enn tangarhaldi á Repúblikanaflokknum og yrði hann valinn forsetaframbjóðandi flokksins í forvali, ef atkvæðagreiðslan færi fram í dag.
49 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins sögðust vilja hann í framboð. 25 prósent nefndu Ron DeSantis, ríkisstjórna Flórída. Þá nefndu sjö prósent Ted Cruz, öldungadeildarþingmann frá Flórída. Sex prósent nefndu Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, og önnur sex prósent nefndu Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum.