Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 14:31 Uber hélt áfram starfsemi víða í Evrópu jafnvel þótt þjónusta fyrirtækisins hefði verið sögð ekki samrýmast lögum. Til átaka kom í París og víðar. epa/Ian Langsdon Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag. Leigubílar Frakkland Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag.
Leigubílar Frakkland Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira