Í frétt BBC segir að takmarkanirnar gildi næstu tvö árin en dýraverndunarsamtök hafa kallað eftir því að höfrungadrápi verði alfarið hætt í Færeyjum. Drápin séu tilgangslaus og grimm.
Höfrungaveiðar eru taldar sjálfbærar en þóttu drápin í fyrra vera afar ógeðfelld. Bátar smöluðu þar höfrungunum upp í fjörur Skálafjarðar þar sem íbúar slátruðu þeim. Í kjölfar þeirra réðst landstjórnin í endurmat á reglum um veiðarnar.