Rússar halda áfram að kenna öðrum um innrásina Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2022 19:17 Vladimir Putin forseti Rússlands heldur uppteknum hætti þegar hann fundar með fólki og heldur því í góðri fjarlægð frá sér. Hann finnur enga sök hjá sjálfum sér fyrir blóðbaðinu í Úkraínu. AP/Alexei Nikolsky Á sama tíma og Rússar leggja undir sig gífurlegar olíu- og gasauðlindir Úkraínu á Donbas svæðinu sem gætu farið langt með að svara orkuþörf Evrópu, halda þeir áfram að kenna Bandaríkjunum og NATO um þeirra eigin innrás í landið. Putin Rússlandsforseti og aðrir talsmenn alræðisstjórnarinnar í Kreml hafa verið margsaga um ástæður innrásar þeirra í Úkraínu, allt frá því að þeir séu að koma í veg fyrir þjóðarmorð nasista á rússneskumælandi Úkraínumönnum til þess að Rússsar séu í stríði við Bandaríkjamenn sem beiti Úkraínu fyrir sig. Rússar þurfi því að semja við Bandaríkjamenn um frið í Úkraínu en ekki stjórnvöld í Úkraínu. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði þetta síðarnefnda á fundi G20 ríkjanna á Bali í dag. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sótti fund utanríkisráðherra G20 ríkjanna á Bali í dag. Hann gekk út þegar Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands töluðu.AP/(Stefani Reynolds „Við slitum ekki öllu sambandi, það gerðu Bandaríkin. Það er það eina sem ég get sagt. Við eltumst ekki við neinn til að koma á fundi. Vilji þeir ekki viðræður þá er það þeirra val,“ sagði Lavrov. Putin kenndi Vesturlöndum síðan um stríðið í Úkraínu á fundi með svo kölluðum leiðtogum á rússneska þinginu í gær, en hann hefur algert tangarhald á þinginu eins og öllum öðrum stofnunum og fjölmiðlum í Rússlandi þar sem aðeins skoðun hans er leyfð. Putin og Lavrov kenna Bandaríkjunum og NATO ríkjunum um þá gífurlegu eyðileggingu og dauða sem rússneskar hersveitir hafa valdið með innrás sinni í Úkraínu. Þeir hanga enn í hugsanahætti kalda stríðsins og telja sig ekki þurfa að ræða við stjórnvöld í Úkraínu heldur þurfi að semja við Bandaríkjamenn um endalok stríðsins. Enda hafa þeir sagt að Úkraína hafi aldrei verið til sem sjálfstætt ríki.AP/Evgeniy Maloletka „Okkur er sagt að við hefðum byrjað stríðið í Donbas í Úkraínu. Nei, það voru sameinuð Vesturveldi sem hleptu þessum átökum af stað með því að skipuleggja og styðja ólöglega og vopnaða uppreisn í Úkraínu árið 2014. Síðan hvöttu þau og réttlættu þjóðarmorð gegn íbúum Donbas. Þessi sameinuðu Vesturveldi eru beinir sökudólgar og hvatamenn þeirrar atburðarásar sem nú á sér stað,“ sagði Putin. Vladimir Putin lék töffara fyrir framan svo kallaða leiðtoga rússneska þingsins og ögraði Vesturlöndum. Rússar væru rétt byrjaðir í hernaði sínum í Úkraínu.AP/Alexei Nikolsky Allt frá upphafi innrásarinnar hafa Rússar reynt að mála sig upp sem fórnarlamb útþenslustefnu NATO, þegar þeir eru í raun að ásælast gífurlegar kola-, olíu-og gasauðlindir Úkraínu sem helst er að finna í Donbas. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Rússa bera ábyrgð á hungursneyð milljóna manna um allan heim vegna þess að þeir kæmu í veg fyrir að Úkraínumenn gætu flutt út rúmlega tuttugu milljónir tonna af korni sem aðallega ætti að fara til fátækari ríkja.AP/Jean-Francois Badias Þeir hafa stolið þúsundum tonna af korni af Úkraínumönnum og komið í veg fyrir útflutning þeirra og kenna þeim síðan um hungursneyðina sem það er að valda í þriðja heiminum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ræddi málið við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í dag. „Rússar standa í vegi fyrir útflutningi korni frá Úkraínu og stuðla þannig að hungri milljóna jarðarbúa. Umsátrinu um hafnir í Svartahafi verður að linna,“ sagði von der Leyen í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rússar segjast einungis hafa notað lítinn hluta hernaðarmáttar síns Rússland hefur einungis notað lítinn hluta mögulegs hernaðarmáttar síns í innrás sinni í Úkraínu, að sögn yfirvalda í Kreml. 8. júlí 2022 17:17 Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Putin Rússlandsforseti og aðrir talsmenn alræðisstjórnarinnar í Kreml hafa verið margsaga um ástæður innrásar þeirra í Úkraínu, allt frá því að þeir séu að koma í veg fyrir þjóðarmorð nasista á rússneskumælandi Úkraínumönnum til þess að Rússsar séu í stríði við Bandaríkjamenn sem beiti Úkraínu fyrir sig. Rússar þurfi því að semja við Bandaríkjamenn um frið í Úkraínu en ekki stjórnvöld í Úkraínu. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði þetta síðarnefnda á fundi G20 ríkjanna á Bali í dag. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sótti fund utanríkisráðherra G20 ríkjanna á Bali í dag. Hann gekk út þegar Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands töluðu.AP/(Stefani Reynolds „Við slitum ekki öllu sambandi, það gerðu Bandaríkin. Það er það eina sem ég get sagt. Við eltumst ekki við neinn til að koma á fundi. Vilji þeir ekki viðræður þá er það þeirra val,“ sagði Lavrov. Putin kenndi Vesturlöndum síðan um stríðið í Úkraínu á fundi með svo kölluðum leiðtogum á rússneska þinginu í gær, en hann hefur algert tangarhald á þinginu eins og öllum öðrum stofnunum og fjölmiðlum í Rússlandi þar sem aðeins skoðun hans er leyfð. Putin og Lavrov kenna Bandaríkjunum og NATO ríkjunum um þá gífurlegu eyðileggingu og dauða sem rússneskar hersveitir hafa valdið með innrás sinni í Úkraínu. Þeir hanga enn í hugsanahætti kalda stríðsins og telja sig ekki þurfa að ræða við stjórnvöld í Úkraínu heldur þurfi að semja við Bandaríkjamenn um endalok stríðsins. Enda hafa þeir sagt að Úkraína hafi aldrei verið til sem sjálfstætt ríki.AP/Evgeniy Maloletka „Okkur er sagt að við hefðum byrjað stríðið í Donbas í Úkraínu. Nei, það voru sameinuð Vesturveldi sem hleptu þessum átökum af stað með því að skipuleggja og styðja ólöglega og vopnaða uppreisn í Úkraínu árið 2014. Síðan hvöttu þau og réttlættu þjóðarmorð gegn íbúum Donbas. Þessi sameinuðu Vesturveldi eru beinir sökudólgar og hvatamenn þeirrar atburðarásar sem nú á sér stað,“ sagði Putin. Vladimir Putin lék töffara fyrir framan svo kallaða leiðtoga rússneska þingsins og ögraði Vesturlöndum. Rússar væru rétt byrjaðir í hernaði sínum í Úkraínu.AP/Alexei Nikolsky Allt frá upphafi innrásarinnar hafa Rússar reynt að mála sig upp sem fórnarlamb útþenslustefnu NATO, þegar þeir eru í raun að ásælast gífurlegar kola-, olíu-og gasauðlindir Úkraínu sem helst er að finna í Donbas. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Rússa bera ábyrgð á hungursneyð milljóna manna um allan heim vegna þess að þeir kæmu í veg fyrir að Úkraínumenn gætu flutt út rúmlega tuttugu milljónir tonna af korni sem aðallega ætti að fara til fátækari ríkja.AP/Jean-Francois Badias Þeir hafa stolið þúsundum tonna af korni af Úkraínumönnum og komið í veg fyrir útflutning þeirra og kenna þeim síðan um hungursneyðina sem það er að valda í þriðja heiminum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ræddi málið við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í dag. „Rússar standa í vegi fyrir útflutningi korni frá Úkraínu og stuðla þannig að hungri milljóna jarðarbúa. Umsátrinu um hafnir í Svartahafi verður að linna,“ sagði von der Leyen í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rússar segjast einungis hafa notað lítinn hluta hernaðarmáttar síns Rússland hefur einungis notað lítinn hluta mögulegs hernaðarmáttar síns í innrás sinni í Úkraínu, að sögn yfirvalda í Kreml. 8. júlí 2022 17:17 Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01
Rússar segjast einungis hafa notað lítinn hluta hernaðarmáttar síns Rússland hefur einungis notað lítinn hluta mögulegs hernaðarmáttar síns í innrás sinni í Úkraínu, að sögn yfirvalda í Kreml. 8. júlí 2022 17:17
Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21