Dylan samdi lagið árið 1962 og gaf það út á plötunni „The Freewheelin‘ Bob Dylan“ árið eftir. Lagið er af mörgum talið vera eitt það besta í sögunni og var til að mynda valið fjórtánda besta lag sögunnar af tímaritinu Rolling Stone árið 2004.
Dylan gerði endurupptöku af laginu í mars árið 2021 ásamt félaga sínum T Bone Burnett. Smáskífan var seld á uppboði í uppboðshúsinu Christie‘s í gær en talið var að hún myndi seljast á í mesta lagi eina milljón dollara. Óþekktur kaupandi gerði þó gott betur og keypti smáskífuna á eina og hálfa milljón dollara.
Lesendur geta hlustað á upptökuna frá árinu 1962 hér fyrir neðan og þurfa ekki að borga 200 milljónir fyrir það.
Árið 2015 rataði það í fréttirnar þegar einn umdeildasti maður heims, Martin Shkreli, keypti eina eintak plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2017 fyrir skattsvik og var platan seld úr búi hans til að greiða fyrir sektir sem hann fékk. Shkreli var sleppt úr fangelsi í maí á þessu ári.