Sanja kemur til Breiðabliks frá deildarmeisturum Fjölnis, en hún lék með Breiðablik þegar hún kom fyrst til Íslands. Hún hefur einnig leikið með KR og Skallagrími hér á landi.
Með Fjölni skoraði Sanja að meðaltali 18 stig í leik, ásamt því að taka átta fráköst og gefa þrjár stoðsendingar.
„Sanja spilaði gríðarlega vel á síðasta tímabili og hjálpaði liði Fjölnis að landa deildarmeistaratitli,“ segir meðal annars í tilkynningu Breiðabliks.