Einnig munu vera atriði frá Ávaxtakörfunni, Ronju ræningjadóttur og Kardimommubænum fyrir yngri kynslóðina. Matvagnar, sölubásar, bar með bjórúrvali og kampavínstjald verða einnig á svæðinu en hægt er að nálgast miða á hátíðina hér.
„Fyrirmyndin eru bæjarhátíðirnar sem tíðkast víða í Evrópu þar sem fjölbreytt skemmtun fyrir allar kynslóðir nýtur sín,“ sagði Ósk Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum hátíðinnar ásamt því að vera kynningarfulltrúi hennar. Vísir setti sig í samband við Ósk og fékk að heyra meira af hátíðinni:
Hvenær var hátíðin haldin fyrst?
Hátíðin átti að vera haldin í fyrsta sinn á síðasta ári en var frestað eins og flestum viðburðum. Við erum búin að vera að vinna að skipulagningu síðustu mánuði og ætlum að láta þessa skemmtilegu fjölskylduhátíð loksins verða að veruleika.
Hvernig er stemningin fyrir henni í ár?
Við fengum gríðarlega góðar viðtökur á síðasta ári þegar við tilkynntum hátíðina og fólk almennt mjög spennt fyrir hugmyndinni. Það að geta byrjað snemma öll fjölskyldan á besta stað í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá á sama stað er auðvitað frábært.
Við hverju má fólk búast?
Þetta mun svipa til svokallaðra town fairs sem tíðkast víða í Evrópu og við skipuleggjendur höfum öll búið í borgum/bæum þar sem svona hátíðir eru fastir liðir og langaði til að skapa sama andrúmsloft í Laugardalnum.
Heybaggar, Candyfloss, Góður matur, Kampavínstjöld og almenn gleði verður ríkjandi. Við viljum byrja þetta snemma og hætta snemma svo allir meðlimir fjölskyldunnar geti verið með í gleðinni.
