„Og þau urðu þrjú… Fallegi litli strákurinn okkar ákvað að kenna okkur foreldrunum hvað stundvísi er og mætti 1. júlí, þremur vikum fyrir settan dag. Við foreldrarnir erum alsæl og sjáum ekki sólina fyrir þessum fullkomna gullmola,“segir parið í sameiginlegri færslu.
Áramótabomba
María og Gunnar hafa verið saman síðan árið 2015 en það er sama ár og hún tók þátt í Eurovision með lagið Lítil skref eða Unbroken þar sem lagið var flutt á ensku. Parið tilkynnti að von væri á frumburðinum á áramótunum þar sem þau sögðu meðal annars: „Áramóta bomban okkar.“