Í Hlíðunum var tilkynnt um tvær líkamsárásir í nótt. Í þeirri fyrri var gerandinn einn en í seinni árásinni voru þeir tveir. Allir þrír fengu þeir að gista í fangageymslu í nótt. Þá var tilkynnt um stórfellda líkamsárás niðri í bæ og sá fékk einnig að gista í fangageymslu.
Fimm ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum og voru þeir allir sviptir ökuréttindum.
Tveir aðilar eru grunaðir um þjófnað í Háaleitinu en annar þeirra verður kærður fyrir brot á vopnalögum þar sem hann var með hnúajárn á sér með hnífsblaði.