LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Bankasýslunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2022 18:37 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar. vísir/stefán Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira