„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 12:33 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir rétt að þingmenn fylgi sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar. Vísir/Vilhelm Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala. Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala.
Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19
Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34