Íran liggur á jarðskjálftabelti og samkvæmt fréttaveitu AP er að meðaltali einn jarðskjálfti þar á dag. Skjálftinn í morgun er sá stærsti síðan á nóvember á síðasta ári.
Skjálftinn átti upptök sín nálægt þorpinu Sayeh Khosh en íbúar þar eru þrjú hundruð talsins. Fjöldi fólks safnaðist saman á götum úti eftir skjálftann til að skoða skemmdirnar sem skjálftinn olli en fjöldi bygginga í þorpinu eyðilagðist.
Árið 2003 varð stór jarðskjálfti í Íran hjá borginni Bam. 26 þúsund manns létu lífið í kjölfar skjálftans sem var 6,6 að stærð.