Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 19:00 Richard Davidson er einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum. Hann telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Vísir/Ívar Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum. Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum.
Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00