Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 19:00 Richard Davidson er einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum. Hann telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Vísir/Ívar Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum. Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum.
Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00