Aukning innbrota á heimili Ágúst Mogensen skrifar 30. júní 2022 12:01 Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun