Frábær fyrri hálfleikur hjá strákunum í flottum sigri á Dönum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 09:30 Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Vísir/Hulda Margrét Íslenska tuttugu ára landslið karla í handbolta var í miklu stuði í morgunsárið og vann fimm marka sigur á Dönum, 30-25, í lokaleik sínum á Opna Norðurlandamótinu í Noregi. Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær. Landslið karla í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira