Frábær fyrri hálfleikur hjá strákunum í flottum sigri á Dönum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 09:30 Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Vísir/Hulda Margrét Íslenska tuttugu ára landslið karla í handbolta var í miklu stuði í morgunsárið og vann fimm marka sigur á Dönum, 30-25, í lokaleik sínum á Opna Norðurlandamótinu í Noregi. Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær. Landslið karla í handbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira