Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2022 13:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO bendir Joe Biden forseta Bandaríkjanna á hvar hann eigi að standa í hópmyndatöku í morgun. AP/Bernat Armangue Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50
Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36