Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Kjaramál Dýr Vilhjálmur Birgisson Akranes Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun