Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu þar sem fram kemur að Guðný sé með með BA próf í sálfræði og meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.
Undanfarin ár hefur hún starfað sem markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar og stýrði þar stefnumótun, markaðssetningu, þróun og uppbyggingu fjölda vörumerkja.
Þar áður starfaði Guðný sem birtingarstjóri hjá Birtingarhúsinu og sem sérfræðingur í markaðsrannsóknum hjá PricewaterhouseCoopers.
Guðný tekur við starfinu af Pétri Rúnari Heimissyni sem hefur hafið störf sem markaðsstjóri Regins fasteignafélags.