Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2022 13:34 Laufey Sif Lárusdóttir er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01