Í þrautinni voru syntir tveir 750 metra hringir í Laugarvatni, hjólaðar tvær 20 kílómetra umferðir á Laugarvatnsvegi og að loknum hlaupnir tveir 5 kílómetrar utanvega hringir við Laugarvatn.
Í kvennaflokki sigraði Katrín Pálsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar á tveimur klukkustundum, 41 mínútu og 24 sekúndur. Önnur varð Sigurlaug Helgadóttir úr Sundfélaginu Ægi á tveimur klukkustundum, 50 mínútur og 19 sekúndur.
Hildur Árnadóttir, einnig úr Ægi, var svo þriðja í mark.
Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson en hann kom í mark á tveir tímum, níu mínútum og 54 sekúndum. Þetta var fimmta skiptið í röð sem Sigurður Ragnar verður Íslandsmeistari í Ólympískri þríþraut. Stefán Karl Sævarsson kom anars í mark og Bjarni Jakob Gunnarson var þriðji.
Í stigakeppni félaga sigraði Sundfélagið Ægir, Breiðablik varð í 2. sæti og Sundfélag Hafnarfjarðar í 3. sæti.